Brauð

Á hverjum degi bökum við nokkrar tegundir af súrdeigsbrauðum. Það er misjafnt hvenær hver og ein tegund rennur nýbökuð úr ofninum, en við bökum ný brauð allt fram til hádegis, jafnvel lengur suma daga. Við flytjum inn okkar hveiti sjálf frá Ítalíu. Við fylgjumst náið með gæðum hveitisins og prófum okkur áfram með tegundir í hæsta gæðaflokki. Öll okkar brauð eru mjólkur- og sykurlaus.

Við bökum brauð úr sömu korntegundum og forfeður okkar neyttu fyrir þúsundum ára. Markmiðið með þessu afturhvarfi til fortíðarinnar er að geta boðið viðskiptavinum okkar meira úrval af hollu og nærandi brauði, svokölluðu Ancient brauði. Við höfum eytt miklum tíma undanfarin ár í að rannsaka og finna út hvernig korn eins og Khorasan, Enkir, kínóa og bygg var notað til forna. Niðurstaðan eru fimm mismunandi tegundir af brauðum sem allar innihalda eina eða fleiri af þessum korntegundum. Að öllu jöfnu erum við með tvær mismunandi tegundir af Ancient brauði á boðstólum daglega. Til að fræðast um brauðin og framboðið hverju sinni er um að gera að koma til okkar eða hringja.

Showing all 11 results