Sandholt bakarí

Morgunmatur

Dagurinn byrjar snemma hjá okkur. Við opnum kl. 6.30 með úrvali af nýbökuðu sætabrauði og súrdeigsbrauðum, nýsmurðum samlokum, múslí og  jógúrt sem hægt er að taka með sér. Þeim sem kjósa að snæða á staðnum býðst nýmalað kaffi og ilmandi góðgæti af morgunmatseðli dagsins.