Quinoa Bread - Kínóabrauð

Kínóabrauð

Kínóa er planta ættuð úr Andesfjöllum, nánar tiltekið í Perú og Bólivíu. Kínóa kornið var grunnfæða Inkanna og þeir kölluðu Kínóa kornið „Móðurkornið“. Sáning hvers árs hófst með helgiathöfn þar sem leiðtogi Inkanna plægði jörðina með gullplógi til að sýna afurðum kornsins sem mestu virðingu. Spænskir nýlenduherrar litu Kínóa kornið hinsvegar hornauga sem óæðri „fæðu indíánanna“ og bönnuðu ræktun þess.

Þvert á vilja þeirra jukust hins vegar í vinsældir Kínóa kornsins og það breiddist út til Norður-Ameríku og Evrópu. Í lok síðustu aldar lýstu Sameinuðu Þjóðirnar þetta lítt þekkta korn sem „ofur-fæðu“. NASA hefur sett það á lista yfir fæðu fyrir langar geimferðir í framtíðinni.

Kínóa er frábær uppspretta heilla próteina enda er það með sama prótíninnihald og mjólk. Það inniheldur allar nauðsynlegar amínósýrur, ásamt fjölmörgum öðrum næringarefnunum. Það hefur því sem næst tvisvar sinnum meiri trefjar en flestar aðrar korntegundir.

Sama gildir um kalíum, níasían og þíamín, lýsín, magnesíum og í því mælist hátt innihald Ríbóflavíns (B2), mangans, kopars, fólínsýru og sinks.

Við bjóðum upp á svokallað Ancient kornbrauð til að geta boðið viðskiptavinum okkar meira úrval af hollu og nærandi brauði. Við höfum eytt miklum tíma undanfarin ár í að rannsaka og finna út hvernig korn eins og Khorasan, Enkir, kínóa og bygg var notað til forna. Fimm mismunandi tegundir af brauðum sem allar innihalda eina eða fleiri tegundir af þessum kornum varð niðurstaða okkar. Að öllu jöfnu erum við með tvær mismunandi tegundir af Ancient brauði á boðstólum daglega. Til að fá upplýsingar um hvaða brauð er til hverju sinni er um að gera að koma til okkar eða hringja.

Innihald: Hvítt hveiti, durum, hveiti kím, spírað kínóa, vatn, sjávarsalt frá Saltverk blandað við quinoa aflögur.

Flokkur: