Khorana (Kamut) Bread - Khorosan brauð

Khorasan (Kamut) brauð

Uppruni Khorasan-kornsins hefur verið rakinn til Persneska héraðsins Khorasan. Það var enduruppgötvað þegar það fannst við uppgröft í Egypskum píramída um 1940. Hvernig Khorasan kornið barst til Egyptalands er á huldu. Ein tilgátan er sú að innrásarherir Forngrikkja og Persa hafi flutt það með sér og ein þjóðsagan segir að Nói hafi haft kornið meðferðis í Örkinni, en það hefur stundum verið kalla „spámannshveitið“.

Skömmu eftir að kornið fannst aftur, sendi bandarískur hermaður, föður sínum, kornbónda í Montana sýnishorn til ræktunar. Í kjölfarið breiddist það út um hinn vestræna heim og nú gekk það undir nafninu Kamuthveiti.

Khorasan-korn inniheldur mikið magn af seleni, mangani, sinki og magnesíumi. Það er einnig ríkt af trefjum og prótíni og er fituríkt. Khorasan korn er skilgreint sem orkuríkt hveiti.

Brauð með Khorasan hveiti eru vinsæl meðal íþróttafólks og öllum þeim sem sækjast eftir hollu og orkuríku fæði.

 

Við bjóðum upp á svokallað Ancient kornbrauð til að geta boðið viðskiptavinum okkar meira úrval af hollu og nærandi brauði. Við höfum eytt miklum tíma undanfarin ár í að rannsaka og finna út hvernig korn eins og khorasan, kínóa, enkir og bygg var notað til forna. Fimm mismunandi tegundir af brauðum sem allar innihalda eina eða fleiri tegundir af þessum kornum varð niðurstaða okkar. Að öllu jöfnu erum við með tvær mismunandi tegundir af Ancient brauði á boðstólum daglega. Til að fá upplýsingar um hvaða brauð er til hverju sinni er um að gera að koma til okkar eða hringja.

Innihald: Hvítt hveiti, spelt hveiti, khorasan hveiti, spírað khorasan, hveitikím, vatn, sjávarsalt frá Saltverk blandað við rautt kínóa.

Flokkur: