Enkir brauð - Enkir Bread

Enkirbrauð

Enkir er elsta hveiti í heimi og hefur verið framleitt frá því að skipulagður landbúnaður hófst fyrir um 12.000 árum. Enkir korn er því talið vera forfaðir kornsins sem flest okkar þekkjum í dag. Það vex villt í Tyrklandi og Íran en skipulögð ræktun fer að mestu leyti fram á Ítalíu. Enkir hveiti hefur hátt próteingildi og einnig mikið af selen og fleiri vítamínum. Enkir brauð eru góð fyrir þá sem æfa mjög mikið og þurfa mikið af próteini. Brauðið sem er með ljúfu hnetubragði, er mjög gott með súpum og/eða í samlokur og er sérlega gott ristað.

Innihald: Hvítt hveiti, Enkir hveiti, vatn og sjávarsalt frá Saltverk.

Flokkur: