Barley Bread - Byggbrauð

Byggbrauð

Við bjóðum upp á svokallað Ancient kornbrauð til að geta boðið viðskiptavinum okkar meira úrval af hollu og nærandi brauði. Við höfum eytt miklum tíma undanfarin ár í að rannsaka og finna út hvernig korn eins og Khorasan, Enkir, kínóa og bygg var notað til forna. Fimm mismunandi tegundir af brauðum sem allar innihalda eina eða fleiri tegundir af þessum kornum varð niðurstaða okkar. Að öllu jöfnu erum við með tvær mismunandi tegundir af Ancient brauði á boðstólum daglega. Til að fá upplýsingar um hvaða brauð er til hverju sinni er um að gera að koma til okkar eða hringja.

Innihald: Hvítt hveiti, bygghveiti, bygg, vatn og sjávarsalt frá Saltverk blandað við bygg flögur.

Flokkur: