Baguette

Baguette

Það hefur tekið okkur langan tíma að þróa bagetturnar eða snittubrauðin okkar. Við erum stöðugt að leita að hinni fullkomnu bagettu og teljum okkur vera komin ansi nálægt því markmiði en brauð er lífrænn hlutur og því höldum við stöðugt að prófa okkur áfram. Skorpan verður að vera stökk og fullkomin og brauðið mjúkt og gómsætt.

Á hverjum degi reynum við að finna nýjan flöt á hefðinni. Prófa ýmsar hveititegundir, við blöndum saman mismunandi tegundum, hnoðum degið mislengi og þar fram eftir götunum til að ná fram sem bestum eiginleikum.

Innihald: Hvítt hveiti, durum, ristað korn, vatn, sjávarsalt frá Saltverk.

Flokkur: