AUSTMANN_logo_sta_ende_bryggeri (2)

Austmann Bjór

Hver er Austmaðurinn? Á níundu öld yfirgáfu þeir Noreg og fundu ný lönd allt frá Hjaltlandseyjum yfir til Norður-Ameríku. Sú dirfska og áræðni sem forfeðurnir sýndu var innblásturinn að þessu norska brugghúsi.

Austmann bjór er látinn gerjast í opinni tunnu. Það er gamaldags og erfið aðferð en niðurstaðan er betri bjór. Í opinni gerjun vinnur gerið ekki undir miklum þrýstingi.  Þetta er mjög viðkvæmt ferli sem gerir bjórinn „mýkri” við góminn og þar af leiðandi hentar hann vel með mat.

Aðalinnihaldið í þessum bjór, að undanskyldu vatni , er malt – og nota þeir einungis besta fáanlega maltið. Birgjar þeirra er Thomas Fawcett á Englandi, eitt af síðustu „floor malt houses” sem hafa enn ekki vélvætt framleiðsluna.

 

„Fyrir okkur, snýst bruggun um ástríðu fyrir handverkinu og hinu góða bragði“

 

Þær tegundir sem Sandholt býður uppá eru:

Þrjár gamlar konur

Miss Saison

Þungur bláberja

Saison IPA

Citra Saison

Frændi í Ameríku