Stefna/hugmyndafræði

SultaVið höfum langa sögu og hefð bakarísins að leiðarljósi. Við leitum aftur í fortíðina að innblæstri fyrir uppskriftum að nýju góðgæti, hvort sem það eru brauð, sætindi eða annar matur. Við prófum okkur áfram og leitumst stöðugt við að finna leiðir til að koma okkar viðskiptavinum skemmtilega á óvart með hefðbundnum og gömlum handverksaðferðum. Okkur finnst gaman að feta nýjar leiðir í bakarís- og matarmenningu og við gerum það vegna þess að við höfum ástríðu fyrir góðum og gómsætum mat og viljum deila því með öðrum. Stefna Sandholts er meðal annars, líkt og flestir veitingastaðir, að  endurnýja reglulega framboð okkar í bakaríinu og smáréttamatseðla.

Bakarahandverk eins og við stundum það er mikil kúnst. Að okkar mati er ekki nóg að fylgja gömlum uppskriftum í  blindni. Við leggjum mikla vinnu í okkar afurðir og við leggjum hugsun og alúð í vinnuna.
Það er okkar stefna að stytta okkur aldrei leið á kostnað gæða. Allar okkar vörur eru unnar frá grunni, við lögum sulturnar okkar sjálf og vanillukremið í sérbökuðu vínarbrauðunum okkar er ekki fengið með því að hræra vatni út í duft úr pakka. Það er það sem felst í handverki. Uppskriftirnar okkar eru ekkert leyndarmál enda felast gæðin ekki einvörðungu í þeim, þau felast í góðu hráefni og handverkinu. Og já, smjörlíki er bannorð í Sandholtsbakaríi.